Ferðamannakönnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Þekkingarnets Þingeyinga verður framkvæmd á Húsavík og í Mývatnssveit í sumar. Þetta er í fjórða sinn sem könnunin er lögð fyrir erlenda ferðamenn sem heimsækja Húsavík og annað sinn sem hún er lögð fyrir í Mývatnssveit. Meginmarkmið verkefnisins er kanna ferðavenjur erlendra ferðamanna og kortleggja neyslumynstur þeirra á áfangastað. Þetta sumarið mun Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir sjá um framkvæmdina og mun hún spyrja ferðamenn spjörunum úr núna í júní, júlí og ágúst.