Laservélin komin í gagnið

Þekkingarnet Þingeyinga á nú hlutdeild í laserskurðarvél sem staðsett er í FSH. Fyrsta námskeiðið i laserskurði var haldið á dögunum og voru þar mættir 7 áhugasamir nemendur. Í fyrstu er kennt á Inkscape forritið, þar sem hægt er að vinna teikningar, ljósmyndir og munstur sem síðan er skorið út í vélinni. Á þessu námskeiði var unnið með 4mm þykkt mdf tré, en vélin sker einnig plexigler og önnur þunn efni sem brenna. Fleiri námskeið verða haldin í vetur á vegum ÞÞ, þar sem vel er hægt að kenna tölvuhlutann hvar sem er og koma svo einn góðan dag í tæknismiðjuna og skera. Fylgist með í námsvísunum okkar eða hafið samband ef áhugi er á að sækja slíkt námskeið.

004 001 020 023 028 034 045 056 057 006 007 009 011 038

Deila þessum póst