Leirmótun á Laugum haustnámskeið

Þátttakendur læra helstu grunnaðferðir í mótun leirs. Við vinnum með höndunum og styðjumst við helstu aðferðir sem eru notaðar við að byggja upp viðfangsefnið, t.d. pylsutækni og plötutækni.

Á verkstæðinu eru líka til gifsmót sem hægt er að byggja upp skálar af ýmsum stærðum.

Farið er í gegnum eðli leirsins og hvernig ferlið er frá mótun til brennslu og glerjunar.

Námskeiðið er einstaklingsmiðað þannig að þátttakendur byrja þar sem þeir eru staddir og eru hvattir til að koma með hugmyndir að verkefnum sem við í sameiningu finnum farveg fyrir.

Unnið er með steinleir, hann glerjaður eða notaðir sérstakir leirlitir sem henta vel til skreytingar.

Sunnudagar í október, 10/10, 17/10, 24/10 og 31/10 frá kl. 9-13. 

Allt efni innifalið, 5 kg steinleir, leirlitir, glerungar og brennsla.

Skráning og nánari upplýsingar hjá kennara; anitakg@gmail.com eða í s: 698-5161. Einnig er hægt að skrá sig á www.hac.is 

Verð 38.000. 

Athugið með endurgreiðslu hjá ykkar stéttarfélagi.

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
Sunnudagar í október, 10., 17., 24. og 31. okt.
9 - 13
Listasmiðjan á Laugum.
38.000 kr.

Deila þessum póst