Líf og fjör í skólanum

Skólaárið 2013-2014 hefur verið afar blómlegt hérna á Þekkingarnetinu. Þátttaka á námsleiðum hefur verið með besta móti og fjölmargir nemendur hafa lagt stund á nám í starfstengdum námsleiðum. Alls luku 33 nemendur námi í „Grunnnámi í fiskvinnslu sem kennt var í upphafi árs, bæði hér á Húsavík sem og á Þórshöfn. Í dag útskrifast svo 11 nemendur úr „Skrifstofuskólanum“ sem er 240 kennslustunda námsleið sem hófst í lok september. Í lok mars útskrifast svo 5 nemendur úr námsleiðinni „Fagnám fyrir starfsmenn í leikskólum“.IMG_5430

Fleiri starfstengdar námsleiðir er verið að kenna núna á vorönninni og má þar nefna „Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu“ en þar eru 10 konur í námi tvisvar í viku. Einnig má nefna námsleiðina „Sterkari starfmaður- nám í samskiptum og upplýsingatækni“ en sú námsleið er kennd bæði á Húsavík og á Þórshöfn.

IMG_5805Í mars er stefnt að því að fara af stað með Opna smiðju þar sem lögð verður áhersla á hönnun og handverk. Sú námsleið verður kennd í lotum í norður-Þingeyjarsýslu og stendur skráningin ennþá yfir.

Það er því óhætt að segja að íbúar í Þingeyjarsýslum séu duglegir að sækja nám til okkar, til að efla sig og bæta og getum við ekki annað en glaðst yfir því.

Deila þessum póst