Það er óvenju mikið líf hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar og mörg áhugaverð verkefni í gangi meðal háskólanema. Bjargey Ingólfsdóttir er þessa dagana að taka viðtöl við fólk sem bjó í Flatey á sínum tíma, um lífið í eynni. Margar skemmtilegar sögur og áhugaverðar upplýsingar hafa komið út úr þessum viðtölum og ljóst að þau munu verða dýrmæt heimild til lengri tíma litið. Bjargey er ráðin til Þingeyjarsveitar í gegnum sumarátak Vinnumálastofnunar í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Umsjón með verkefninu hafa ÞÞ og Baldur Daníelsson. Við hvetjum alla Flateyinga til að taka vel í beiðni hennar um viðtal.