
Á vormánuðum hefur verið nóg að gera á austursvæðinu svokallaða, eða frá Kópaskeri til Bakkafjarðar. Tvö íslenskunámskeið voru haldin á Þórshöfn og eitt á Bakkafirði. Tæknilæsisnámskeið fyrir 60 ára og eldri voru haldin á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Raufarhafnarbúar nýttu sér góða veðrið um síðstu helgi og sóttu námskeið í frisbígolfi, en nýlega var settur upp völlur á svæðinu.



