Lilja Berglind forstöðumaður Þekkingarnetsins

Frá 15. ágúst mun Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnetsins fara í námsleyfi frá störfum fram á næsta ár.  Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns og mun sinna því á meðan leyfi stendur. Lilja Berglind hefur starfað um árabil hjá Þekkingarnetinu, m.a. við rannsóknir og stjórnunarstörf og hefur verið staðgengill forstöðumanns undanfarin ár.

 

Deila þessum póst