Ljósmyndanámskeið, laugardaginn 2. nóvember.

Þórhallur Jónsson áhugaljósmyndari og höfundur bókarinnar Stafræn ljósmyndun á Canon EOS digital ætlar að mæta til okkar í Þekkingarsetrið n.k. laugardag og halda námskeið fyrir byrjendur á Canon EOS myndavélar. Námskeiðið byrjar kl. 10:00 á laugardaginn 2. nóvember og stendur til kl. 17:00.

CaptureNámskeiðið er fyrir alla þá sem vilja læra betur á vélina sína og taka enn betri myndir með Canon EOS myndavélum. Þú mætir með vélina þína og farið er saman yfir allar helstu stillingar vélarinnar, sbr. ljósop, hraða, dýptarskerpu, ljósnæmi(ISO), ljóshita(White Balance), stillingar vélarinnar, táknin á skjánum, ásamt myndbyggingu o.fl.

Skráningarfrestur er fram að hádegi á morgun, fimmtudaginn 31. okt. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella here eða hringja í síma 464-5100.

Fyrir þá sem eiga bókina hans Þórhalls, Stafræn ljósmyndun á Canon EOS digital kostar námskeiðið 16.000 kr., en fyrir þá sem ekki eiga bókina kostar námskeiðið 19.900 kr.

 

Þetta er námskeið sem engin ljósmyndaáhugamaður má láta fram hjá sér fara.

Munið að skráningu lýkur í hádeginu á morgun, fimmtudaginn 31. okt.

Deila þessum póst