Ljósmyndasýning í Menntasetrinu

 

010

Undanfarið hefur Menntasetrið á Þórshöfn verið að safna gömlum ljósmyndum frá Þórshöfn og á nú nokkuð myndarlegt safn. Söfnunin byrjaði sem sumarverkefni árið 2011 og hefur fólk verið liðlegt að deila með okkur skemmtilegum myndum. Nú hefur brot af þessu safni verið sett upp í Menntasetrinu og gleður það vafalaust augu þeirra sem eiga leið um þann bæ. Tvö þemu urðu fyrir valinu, fólk á sláturtíð upp úr 1960 og Kaupfélag Langnesinga, en Menntasetrið er einmitt staðsett þar sem skrifstofur Kaupfélagsins voru til húsa. Myndirnar úr Kaupfélaginu eru meðal annars frá 50 ára afmælishátíðinni sem haldin var árið 1961.  Öllum er velkomið að kíkja við og skoða þessar skemmtilegu myndir sem bera með sér anda liðinna tíma.

034PP

033

Deila þessum póst