Magnaður mánudagur.

Í dag var alveg magnaður mánudagur í Menntasetrinu en fimm námskeið/námsleiðir voru í gangi í dag. Fyrst ber að nefna Grunnnámskeið í fiskvinnslu, vikulangt námskeið sem byrjaði í morgun en þar mættu átján áhugasamir nemendur af þremur þjóðernum og fá starfsheitið „Sérhæfður fiskvinnslumaður“ að námskeiði loknu. Upp úr hádeginu var síðan kennslustund í námsleiðinni „Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu“ en sú námsleið er keyrð fyrir starfsfólk dvalarheimilisins Nausts og stendur fram á næsta vor. Seinni partinn var tími í Íslenskunámskeiði fyrir byrjendur, Sundnámskeið fyrir 4ra og fimm ára krakka og tími í Stóra vinnuvélanámskeiðinu sem er átta daga námskeið. Kennarar voru ýmist á staðnum eða í fjarfundi. Það var því nóg að gera í Menntasetrinu í dag – svona eiga mánudagar að vera!

IMG_3267
Smellið á myndina til að fara í myndasafn.

Deila þessum póst