Málþing – Gerum gott samfélag betra

Þann 1. mars næstkomandi stendur Norðurþing fyrir málþinginu Gerum gott samfélag betra. Þekkingarnet Þingeyinga hefur staðið að undirbúningi málþingsins í samstarfi við starfsfólk Norðurþings.

Við hvetjum bæjarbúa til að fjölmenna á málþingið sem hefst kl. 17:00 á Fosshótel Húsavík.

Með því að smella á tengilinn hér að neðan má sjá dagskrá málþingsins en á meðal þeirra sem flytja erindi er Vanda Sigurgeirsdóttir sem fjallað hefur mikið um félagslegan vanda barna og ungmenna.

Málþing

Deila þessum póst