Málþing Þekkingarnetsins um tækifæri og áskoranir í Þingeyjarsýslu

Á morgun fimmtudag stendur Þekkingarnet Þingeyinga fyrir árlegu málþingi um rannsóknir í Þingeyjarsýslu. Að þessu sinni verður málþingið rafrænt og verður streymt á facebook-síðu Þekkingarnetsins.
Meðal gesta á málþinginu eru Hildur Ásta Þórhallsdóttir, starfsmaður Nýsköpun í norðri, Valgerður Þorsteinsdóttir, háskólanemi og Benedikt Halldórsson, rannsóknaprófessor við HÍ og sérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, mun stýra málþinginu.

Deila þessum póst