Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur

JakobinaLaugardaginn 5. október verður haldið málþingið „Hvað tefur þig bróðir?“, um Jakobínu Sigurðardóttur og verk hennar, í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Dagskráin er fjölbreytt en bæði er boðið upp á erindi, tónlistarflutning og leiklestur. Í heimasveit Jakobínu, Mývatnssveitinni, hefur verið starfandi leshringur heimamanna í tengslum við málþingið.  Nánari upplýsingar er að finna á vefnum: http://jakobinasigurdardottir.wordpress.com/malthing-2013/

Þekkingarnetið hvetur fólk til að sækja þetta áhugaverða málþing um merkilega konu.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X