Handling of personal information

Trúnaður og þagnarskylda  

Starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga gætir trúnaðar við viðskiptavini sína og skjólstæðinga. Persónuupplýsingar eru einungis notaðar í málefnalegum tilgangi og takmarkast aðgengi að slíkum upplýsingum af því. Fyllstu varúðar er gætt hvar og hvenær sem málefni skjólstæðinga eru til umræðu.   Lög nr. 90 27/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga auk siðareglna fagfélaga starfsfólks Þekkingarnetsins og samstarfsaðila gilda eftir því sem við á um persónuvernd, trúnað, þagnarskyldu, og varðveislu og eyðingu gagna.  

Áreiðanleiki  

Starfsfólk Þekkingarnetsins gætir þess að upplýsingar sem það veitir séu réttar og eins nákvæmar og kostur er. Það fullyrðir ekki meira en vitneskja gefur tilefni til hverju sinni, heldur viðurkennir hvenær þekking þess er takmörkuð, aflar sér upplýsinga, eða vísar fyrirspurnum til viðeigandi aðila.  

Skráning  

Námskeið: Upplýsingar um einstaklinga sem sækja námskeið eru skráðar í nemendaskráningarkerfið Innu, sem er aðgangsstýrt. Einnig eru persónuupplýsingar skráðar á eyðublöð sem síðar er eytt.   Um meðferð gagna og tæknilega tilhögun í nemendaskráningarkerfinu Innu vísar Þekkingarnetið til þeirra aðila sem hýsa kerfið, þ.e. Advania f.h. Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Þess má geta að allir framhaldsskólar og símenntunarmistöðvar landsins varðveita og skrá gögn í þessu sama kerfi. 

Varðveisla og eyðing gagna  

Trúnaðargögn og persónuupplýsingar eru varðveittar með tryggum hætti í tölvukerfi Þekkingarnetsins og nemendaskráningarkerfi. Pappírsskjöl sem þarf að varðveita eru geymd í læstri hirslu. Aðgangur að persónugögnum er takmarkaður við þá starfsmenn sem sinna hverjum málaflokki.   

Eyðing pappírsskjala sem innihalda persónuupplýsingar er skv. lögum nr. 90 27/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 

 

[Ofangreint staðfest og innleitt í september 2019 – Óli Halldórsson, forstöðumaður]