Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga nýverið. Illugi skoðaði aðstöðu og kynnti sér starfsemi Þekkingarnetsins á Húsavík ásamt Sigríði Hallgrímsdóttur aðstoðarkonu sinni. Starfsfólk átti gott spjall við þau um bæði faglega þætti og þróun mála í nærsamfélaginu.

IMG_7326
Illugi og Sigríður í spjalli á kaffistofunni á Þekkingarsetrinu

IMG_7331

 

Illugi Gunnarsson og föruneyti ásamt hluta af starfsfólki Þekkingarnetsins.
Frá vinstri: Héðinn Unnsteinsson (forsætisráðuneyti), Guðrún Ósk, Erla Dögg,
Illugi, Helena Eydís, Óli, Sigríður.

 

 

Deila þessum póst