Mikið um að vera á Hafnarstéttinni

Um þessar mundir er mikið um að vera í Þekkingarsetrinu á Hafnarstéttinni á Húsavík. Óvenjulega mörg verkefni hafa verið í gangi nú í sumarbyrjun, bæði í námskeiðshaldi hjá Þekkingarnetingu, og einnig í rannsóknastörfum hjá samstarfsstofnununum í húsinu.  Kaffistofan í húsinu er tvísetin þessa daga á morgnana og allt rými vel nýtt.  Undanfarið hafa verið um 30-40 manns í húsinu í daglegri viðveru og við það bætast stundum nemendur á námskeiðum og rannsóknanemar frá Háskóla Íslands.
Þetta eru annasamir og skemmtilegir dagar!

Nokkrar myndir innanhúss að morgni 6. júní:  

20170606_100857
Í fundarherberginu á neðri hæð fundar hópur kennara og
verkefnastjóra Erasmus-verkefnisins CRISTAL.

 

20170606_100914
Í kennslustofu á neðri hæð situr hópur nýrra starfsmanna frá PCC
á námskeiði. PCC og Þekkingarnetið hafa gert samkomulag um að
PCC nýti aðstöðu og þjónustu við innleiðingarnámskeið nýrra starfsmanna
sumar og haust 2017.

 

20170606_100819
Lindi forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands og Ib K. Petersen
ræða fuglarannsóknaverkefni sem unnið er að hjá
Náttúrustofu Norðausturlands og dönskum samstarfsaðilum.

 

 

20170606_100834
Hilmar Valur situr við skrifborð sitt í sameiginlegu vinnurými
starfsmanna ÞÞ. Námskeiðahald hefur staðið óvenjulega langt
fram á vor/sumar þetta árið. Það eru einkum starfstengd
námskeið sem rekin hafa verið fyrir fyrirtæki á svæðinu (vélgæsla,
ferðaþjónustunámskeið o.fl.).

20170606_100809

Sumarstarfsfólk Náttúrustofunnar (Chanee og Snæþór) fundar og yfirfer útirannsóknir
sem framundan eru.

Deila þessum póst