Það var námsdagur hjá starfsfólki Þekkingarnetsins í vikunni þegar Excel-námskeið var haldið fyrir starfsmenn Þekkingarnetsins og samstarfsaðila stofnunarinnar.
Námskeiðið var sérsniðið „hagnýtt“ námskeið fyrir þá sem nota Excel reglulega.
Þekkingarnetið getur útvegað og skipulagt námskeið sem þetta sem sérsniðin eru að þörfum hvers og eins vinnustaðar eða hóps. Í þessu tilviki var um að ræða dagsnámskeið haldið í húsnæði Þekkingarnetsins, en ekkert er því til fyrirstöðu að fara með námskeiðin um allt hérað og halda þau hvort heldur sem er í námsverum Þekkingarnetsins eða inni á vinnustöðum ef aðstæður eru fyrir hendi.
Nemendur á þessu námskeiði höguðu sér nokkuð vel eins og sjá má á myndinni.