Námskeið með Maríu Kristu

Um síðastliðna helgi, n.t.t. sunnudaginn 30. mars var haldið námskeið í sykur-, hveiti- og glúteinlausri matargerð hér á Húsavík. Kennari var María Krista Hreiðarsdóttir. Alls tóku 7 þátttakendur þátt í námskeiðinu, en því miður urðu töluverð forföll rétt fyrir helgina. En það kom ekki í veg fyrir að þeir sem mættu skemmtu sér vel og fóru heim vel mettir og fullir af fróðleik um ýmsar leiðir til að elda hollari mat.

María Krista sýndi þátttakendum hvernig hægt er að útbúa einfalda og góða smárétti sem henta bæði í veisluna, sem meðlæti eða sem heil máltíð. Útbúnir voru 12 mismunandi réttir sem mynduðu að lokum ákaflega veglegt veisluborð sem þátttakendur gæddu sér á.

Það er okkar von að þátttakendur hafi lært ýmislegt gagnlegt af henni Maríu Kristu. Óhætt er að mæla með þessu námskeiði þar sem okkar þátttakendur voru ákaflega glaðir að námskeiði loknu.

IMG_5998

 

 

 

 

 

 

IMG_6023

 

 

 

 

 

 

 

IMG_6003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5995

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_6034

Deila þessum póst