Við getum ekki annað en verið ánægð með námskeiðsþátttöku á nýju ári, en núna í janúar hefur fjöldi fólks sótt námskeið víða um starfssvæðið. Vinsælust eru tækni- og tölvunámskeiðin, en fjölmennur hópur fólks sækir Nördanámskeið þar sem kennt er á Tæknismiðju Þekkingarnetsins. Námið er 135 kennslustundir og er það kennt í samstarfi við Símey á Akureyri. Tvö iPad námskeið hófust í síðustu viku og líkur kennslu í þeim á fimmtudaginn. Framhaldssnámskeið í Ecxel hófst einnig í janúar og er áætlað að klára það í byrjun febrúar. Fullbókað var á skyndihjálparnámskeið á fimmtudaginn en það námskeið er samstarfsverkefni Þekkingarnetsins, Framsýnar og Rauðakross Íslands. Skyndihjálparnámskeiðin hafa notið mikilla vinsælda síðustu misserin, enda nauðsynlegt fyrir alla að kunna fyrstu hjálp . Á Þórshöfn lærðu þátttakendur að gera handverk úr hrossatagli, en mikill áhugi hefur verið á ýmisskonar handverksnámskeiðum síðustu mánuði.
Með þessu áframhaldi horfum við björtum augum á árið sem framundan er og vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á námskeiðum.




