Námsleiðir í haust

Framundan er skemmtilegt haust þar sem eitt og annað er í boði sem ekki hefur verið í boði áður. Þar ber helst að nefna Menntastoðir og Skrifstofuskóla en hvort tveggja er áfromað að bjóða upp á með fjarnámssniði svo þátttakendur eru ekki bundnir við að vera staðsettir á ákveðnum stað á ákveðnum tíma heldur geta tekið þátt á sínum forsendum þó innan ákveðinna mark. Menntastoðir eru samstarfsverkefni Þekkingarnetsins og Austurbrúar. Þar munu þátttakendur geta stundað nám í grunnfögum framhaldsskólanna íslensku, ensku og stærðfræði auk þess sem danska og tölvur eru hluti námsins. Námið tekur allan veturinn. Það hefst í september og er skráning hafin á hac@hac.is og í síma 464-5100. Skrifstofuskólinn verður einnig í boði í fjarnámi og er það í fyrsta skipti sem það er í boði með þessa vinsælu námsleið. Skrifstofuskólinn er góður undirbúningur fyrir hverskyns ritara og skrifstofustörf allt frá símasvörun upp að vinna hluta bókhalds. Skráning í Skrifstofuskólann er einnig hafin á hac@hac.is og í síma 464-5100. Hilmar, Erla og Heiðrún veita nánari upplýsingar um Menntastoðir og Skrifstofuskóla.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X