Okkur þykir leitt að tilkynna að námsver Þekkingarnets Þingeyinga verða lokuð frá og með 16. mars 2020.
Samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra hafa nemendur ekki lengur aðgang að skólum og öðrum menntastofnunum á framhalds- og háskólastigi og fellur Þekkingarnetið þar undir. Því verður öllum aðgangskortum nemenda að byggingum Þekkingarnetsins lokað á meðan tilmæli þessi eru í gildi.
Nemendur eru hvattir til að hafa samband við starfsfólk ÞÞ í síma 464-5100 eða netfangið hac@hac.is ef spurningar vakna.