Námsvísir mars og apríl

námsvísir mars apríl 18

Annar námsvísir ársins 2018 er nú á leiðinni inn á öll heimili á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga en þar má kynna sér námskeiðsframboð mars og apríl mánaða. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og um að gera að krydda síðustu vikur vetrar með því að skella sér að skemmtilegt námskeið eða fara á fróðlegan fyrirlestur.

Þekkingarnetið býður nú upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í samstarfi við ökuskólann Ekil en þeir sem tóku meirapróf fyrir þann 10. sept 2013 þurfa að hafa lokið 5 endurmenntunarnámskeiðum fyrir þann 10. sept 2018 vilji þeir halda atvinnuréttindum sínum. Tómstundanámskeiðin eru á sínum stað og að venju fáum við flotta fyrirlesara sem taka á ýmsum málefnum sem brenna á fólki. Við bjóðum ykkur upp á að skoða námsvísinn here.

Deila þessum póst