Nördanámskeið tókst vel

Í janúar og febrúar hefur farið fram svokallað Nördanámskeið fyrir kennara þar sem vaskur hópur frá Þingeyjarsýslum og Akureyri kom saman til að læra á tæki og tól í tæknismiðjum Þekkingarnetsins. Í fyrra keypti Þekkingarnetið ýmsan búnað sem ætlaður er í tæknismiðju, m.a. þrívíddarprentara, ipad tölvur, arduino örgjörvatölvur og einnig helminginn í laserskurðarvélinni sem nú þegar er til staðar í verðbúðunum. Eina helgi í janúar og aðra í febrúar var síðan verið að þjálfa mögulega námskeiðskennara á búnaðinn þar sem Arnhildur Pálmadóttir og Sam Rees kenndu á herlegheitin. Á Akureyri hefur Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar einnig keypt svipaðan búnað og verður hann staðsettur í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem hann nýtist einnig í kennslu. Í áframhaldi verða síðan haldin fleiri námskeið þar sem almenningi gefst færi á að læra á forrit sem þarf til að skera út með laser og einnig til að prenta í þrívídd. Vonast er til að með þessu verði hægt að ýta undir áhuga og skapa betri grundvöll fyrir aukinni sókn í tækninám. Spennandi valkostur fyrir unga sem aldna og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur málin hjá okkur af þið hafið áhuga á að koma á námskeið.

IMG_7004IMG_7006 IMG_7018 IMG_7003 IMG_6993 IMG_6989 IMG_6984 IMG_6977 IMG_6975 10978538_10152656262506186_9184111861618117471_n 656 642 125 102 023 020 009 008

Deila þessum póst