Framundan er skemmtilegur nóvembermánuður með nýjum og spennandi námskeiðum.
Í fyrsta sinn taka Framsýn, STH, Þingiðn og Þekkingarnetið höndum saman og bjóða sameiginlega upp á námskeið sem eru félagsmönnum í framangreindum félögum að kostnaðarlausu. Þetta eru námskeiðin Trú á eigin getu með Jóhanni Inga sálfræðingi og Betri svefn – grunnstoð heilsu með Dr. Erlu Björnsdóttur, sálfræðingi og sérfræðingi í svefni og svefnvanda.
Þá verður boðið upp á sushinámskeið en slík námskeið njóta ávallt mikilla vinsælda og því er um að gera að skrá sig sem allra fyrst til að missa ekki af því.
Hrafnhildur Jóna heimsækir gamla heimabæinn og kennir okkur að búa til ljúffenga osta og fjölnota vaxklúta.
Síðast en ekki síst hefjum við undirbúning jólanna með Lindu Óla á að útbúa jólastjörnur.
Ferkari upplýsingar um námskeiðin eru v
eittar í síma 464-5100 og á hac@hac.is