Núvitund í Mývatnssveit

 

Nú í nóvember fór fram námskeið í aðferðum jákvæðrar sálfræði á vegum Þekkingarnetsins í samstarfi við Skútustaðahrepp. Námskeiðið var haldið í Mývatnssveit. Um 20 manns sóttu námskeiðið sem var 4 skipti. Á námskeiðinu var fjallað um núvitund og núvitundaræfingar ásamt því að kynna leiðir jákvæðrar sálfræði til að auka vellíðan. Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur kenndi en hún lærði jákvæða sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sýnt hefur verið fram á að núvitundaræfingar draga úr streitu, áhrifum langvarandi verkja, efla ónæmiskerfið og draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.

mindful (003)

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X