Nýjar upplýsingar um þróun mannfjölda

Í dag birti Hagstofan nýjar tölur um þróun mannfjölda á landinu. Starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga hefst um leið handa við að vinna úr tölunum Mannfjöldaþróunarskýrslu sem árlega er gefin út á vegum stofnunarinnar.
Við fyrstu skoðun má sjá að íbúum á svæðinu fjölgaði um 0,5%. Íbúar voru í upphafi árs 2019 5.088 en í upphafi árs 2020 5.113. Karlar á svæðinu eru ívið fleiri en konur, 2732 karlar og 2381 kona eða 53,4% og 46,6%
Íbúum fjölgar í þremur sveitarfélögum af sex. Í Norðurþingi hefur íbúum fjölgað um 73 og eru nú 3115. Í Skútustaðahreppi fjölgar íbúum um 5 (507) og í Svalbarðshreppi um 2 (93). Í Tjörneshreppi, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð fækkar íbúum. Fækkunin er mest í Þingeyjarsveit þar sem íbúum fækkaði um 32 (862), því næst í Langanesbyggð um 22 og þá fækkaði um einn íbúa í Tjörneshreppi.

Ítarleg skýrsla um þróun mannfjölda er væntanleg á næstu vikum.

Deila þessum póst