Óáþreifanlegur menningararfur og frumkvöðlastarf  

Fræðsluefni í NICHE verkefninu 

 

Markmið NICHE verkefnisins (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship) er að efla frumkvöðlastarf tengt óáþreifanlegum menningararfi. Samstarfsaðilarnir í verkefninu hafa þróað fræðsluefni sem er notendavænt og nemendamiðað. Það er haft stutt og laggott, í átt að örþjálfun. Allt efnið er nú fáanlegt á íslensku auk ensku, ítölsku, spænsku, grísku og sænsku. Það er ókeypis og aðgengilegt fyrir alla á vef verkefnisins 

 

Námskeiðin, dæmisögur og annað fræðsluefni má finna here  

 

NICHE verkefnið er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Þetta er tveggja ára verkefni og hófst í nóvember 2020. Þátttakendur í verkefninu eru níu talsins og koma frá sjö löndum Evrópu; Íslandi, Belgíu, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð.  

 

 

 

 

 

 

Deila þessum póst