Ennþá eru nokkur laus sæti á Verkefnastjórnunarnámskeiðið sem hefst n.k. fimmtudag, 20. febrúar. Námskeiðið stendur í tvo daga, 20. og 21. febrúar og er kennt frá kl. 09:00 – 16:00 báða dagana. Námskeiðið fer fram í húsnæði Þekkingarnetsins að Hafnarstétt 3.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Svavar Viðarsson og hefur hann víðtæka reynslu í stjórnun verkefna, s.s. Grundfos A/s, Coca-cola, Jysk Nordic, Lego o.f.l.
Svavar kom til okkar í fyrra og hélt samskonar námskeið við mjög góðar undirtektir. Því var ákveðið að leita til Svavars og fá hann til að koma til okkar aftur. Þetta er tækifæri sem áhugamenn um verkefnastjórnun mega ekki láta fram hjá sér fara. Námskeiðið kostar 39.000 kr. og minnum við fólk á námskeiðastyrki stéttarfélaganna.
Hér má lesa námskeiðslýsinguna:
Á námskeiðinu Grunnatriði verkefnastjórnunar og leiðtogahæfni – er farið í grunnatriði verkefnastjórnunar og persónulega færni nemenda, skilvirkt verklag, skipulag og forgangsröðun verkefna. Verkefni eru skoðuð í víðu samhengi, allt frá skipulagningu og áætlunargerð til eftirlits með öllum þáttum á verktíma frá byrjun til enda. Þetta námskeið nýtist öllum sem vilja tileinka sér betra verklag, auka afköst sín og skilvirkni í þeim verkefnum sem þeir vinna í og stjórna, sama af hvaða stærðargráðu þau eru.
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir við að undirbúning verkefna, áætlanagerð og eftirfylgni. Þátttakendur fá góða sýn á eðli verkefna, æfingu og kynningu á að nota algeng verkfæri við verkefnastjórnun, kennslu og þjálfun í góðum samskiptum í hópastarfi og kynnt helstu hjálpartæki verkefnastjórans á sviði hugbúnaðar. Námskeiðið er undirbúningur fyrir alþjóðlega D- vottun verkefnastjóra.
Námskeiðið er viðurkennt af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands og IPMA (International Project Management Association).