Fræðslufundir og námskeið um staðsetningu og afmörkun örnefna

Kynning á  samstarfsverkefni Urðarbrunns- menningarfélags  og Landmælinga Íslands sem nefnist Örnefnaskráning í Þingeyjarsýslu(m) og hefur staðið frá 2013. Eftir kynningu mun  örnefnateymi Landmælinga Íslands halda námskeið fyrir þá sem vilja læra að staðsetja örnefni  í örnefnagrunn (skráningartól) Landmælinga Íslands.

Áhugafólk velkomið meðan húsrúm og sóttvarnartakmörk leyfa. Þeir sem hyggjast sitja námskeið Landmælinga þurfa að skrá sig annað hvort í Stórutjarnaskóla eða Skjólbrekku.

Skráning: hac@hac.is or www.hac.is eða í síma 464-5100

Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimarsson halldorva@simnet.is s.8467603 og Emil Björnsson emilbb51@simnet.is s. 7883833

Staður og tími: Stórutjarnaskóli mánudaginn 7. júní kl. 15:00 eða Skjólbrekka þriðjudaginn 8. júní  kl 13:00  

Mest 12 á tölvunámskeið og grímuskylda.

Námskeiðið er ókeypis.

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
7. / 8. júní 2021
7. júní kl 15 / 8. júní kl 13
Stórutjarnarskóli / Skjólbrekka
Ókeypis

Deila þessum póst