Síðustu vikur hefur húsnæði Þekkingarnetsins verið fullnýtt og húsið iðað af lífi frá morgni til kvölds. Háskólanemar hafa nýtt sér námsaðstöðuna vel, en þeir nemendur sem eftir því sækja fá fullan aðgang að húsnæðinu og geta undirbúið sig fyrir próf hvenær sem er sólarhringsins.
Frá því í byrjun desember hafa verið tekin próf frá hinum ýmsu skólum, bæði fyrir og eftir hádegi, allt í allt um 100 próf. Síðustu prófin verða svo tekin hér á Þekkingarnetinu mánudaginn 16. desember og verða eflaust margir fegnir því að komast í jólafrí. Við munum þó sakna þess að hafa ekki nett stressaða og misvel sofna nemendur hérna inni hjá okkur.