Prófavertíðin að hefjast

Gudda
Guðrún Ósk er með allt undir kontról.

Nú fer uppáhalds tími hvers námsmanns að hefjast, sjálf prófatíðin. Hér á Þekkingarnetinu eru tekin vel á annað hundrað próf í hverri prófatíð, frá Framhalds- og Háskólum út um allt land. Það er gífurlegur kostur fyrir þá nemendur sem stunda nám fjarri heimahögum að geta komist fyrr til síns heima og tekið prófin hér við topp aðstæður. Enda er sífellt að færast í aukana að nemendur nýti sér þennan kost.

Það er ekki bara hægt að taka prófin hér á Húsavík, heldur býður Þekkingarnetið upp á próftökustaði á öllu starfssvæði sínu og er nemendum bent á að hafa samband vilji þau taka prófin í sinni heimabyggð. Guðrún Ósk fer með alræðisvald þegar kemur að prófunum og best er að hafa samband beint við hana í gegnum tölvupóst: gudrun@hac.is eða í síma 464-5100.

Deila þessum póst