Rannsóknafólk fyllir Þekkingarsetrið!

20140708_122408Þessa dagana er mikið um að vera á Þekkingarsetrinu á Húsavík. Alþjóðlegur hópur háskólanema í jarðvísindum situr í fyrirlestrum í kennslustofu. Páll Einarsson prófessor við Háskóla Íslands er með hópnum ásamt erlendum kennurum og fara þeir fyrir hópnum í fræðsluferð um Norðausturland á milli þess sem fyrirlestrar og vinna fer fer fram innanhúss.
Á sama tíma eru einnig nokkrir erlendir vísindamenn og háskólanemar á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík á setrinu við hvalarannsóknir.  Háskólanemar sem starfa í sumarverkefnum hjá Þekkingarnetinu eru svo 6 talsins þetta sumarið í vinnu.

Það er því nóg við að vera í rannsóknastarfi þetta sumarið á Hafnarstéttinni og alþjóðlegur bragur á vinnustaðnum.  Þessi starfsemi fer afar vel saman við hefðbundið fræðslustarf yfir veturinn þar sem þessi ólíku hópar nýta vinnuaðstöðu og þjónustu á ólíkum árstímum.

20140708_122356

 

 

 

 

 

 

 
Það er nóg úrval af skótaui í forstofu Þekkingarsetursins þessa dagana. :-)

Deila þessum póst