Rannsóknir á NA-landi – sjónvarpsviðtal

Greta

Sjónvarpsstöðin N4 leitaði nýverið til Þekkingarnetsins til viðtals í tengslum við umfjöllun um rannsóknastarf á NA-landi. Gréta Bergrún, sem er verkefnastjóri á rannsóknasviði Þekkingarnetsins, sat fyrir svörum og ræddi rannsóknastarf í landshlutanum á almennum nótum. Gréta Bergrún býr á Þórshöfn og starfar þar í Menntasetrinu á Þórshöfn eins og mörgu heimafólki er kunnugt.

Fyrir þá sem ekki þekkja til er rétt að nefna að rannsóknir eru eitt þriggja meginstarfssviða Þekkingarnets Þingeyinga. Sérhæfing Þekkingarnetsins í rannsóknum liggur ekki beint í tilteknu fagsviði, heldur hefur stofnunin það hlutverk að vera „sérfróð um sitt svæði“. Þekkingarnetið kemur þannig að rannsóknaverkefnum almennt út frá þessari forsendu og leggur rannsóknasviðið mikila áherslu á upplýsingaöflun og gagnasöfnun um samfélagið í Þingeyjarsýslum. Einnig samstarf við rannsóknastofnanir, -fyrirtæki og einstaklinga, ekki síst námsmenn á svæðinu sem stunda rannsóknir.

Hér má sjá tengil á útgefið efni stofnunarinnar, sem mest er afrakstur vinnu á rannsóknasviði.  ÚTGEFIÐ EFNI

Deila þessum póst