Það var heldur betur góð mæting á tveggja kvölda zumbanámskeið á Raufarhöfn núna í nóvember en það var hún Karen Erludóttir frá Húsavík sem leiðbeindi á námskeiðinu. Þó nokkrar dömur úr Öxarfirðinum mættu til að sletta úr klaufunum og hrista mjaðmirnar með Raufarhafnarkonum og auðséð að mikil zumbaþörf var komin upp hér á norðausturhorninu! Þar sem ekki var neinn sérstakur spenningur í hópnum fyrir myndbirtingum verða þær í lágmarki með þessari frétt 🙂
