Raunfærnimat á vorönn 2016

Iðan fræðslusetur býður upp á raunfærnimat í eftirfarandi greinum á vorönn:

bílgreinum, prentun, framreiðslu, húsasmíði, múriðn pípulögnum, málaraiðn, skrúðgarðyrkju og málmsuðu.

 

Þeir sem hafa áhuga á að ljúka námi í framagreindum greinum, geta staðfest 5 ára fullt starf með opinberum gögnum, svo sem lífeyrissjóðsyfirliti og eru 25 ára eða eldri geta farið í raunfærnimat til að fá færni sína metna.

Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem einstaklingur hefur öðlast í starfi og frítíma og það getur mögulega stytt skólagöngu viðkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Erla Dögg í síma 464-5100 og á erladogg@hac.is

Deila þessum póst