Raunfærnimat – eitthvað fyrir þig?

Hefur þú hugleitt að fara í raunfærnimat? Hefur þú a.m.k. 3 ára starfsreynslu í faginu og ert orðin 23 ára? Þá gæti þetta akkúrat hentað þér.

Guðrún Helga náms- og starfsráðgjafi Þekkingarnetsins getur svarað öllum þínum spurningum varðandi raunfærnimatið.

Núna í haust er á dagskrá raunfærnimat fyrir Leikskólaliða og stuðningsfulltrúa. Ef þú telur að þetta sé eitthvað fyrir þig, eða vilt bara forvitnast meira um málið sendu þá endilega línu á Guðrúnu Helgu, gudrunhelga@hac.iseða hringdu í síma 464-5100.

Hlökkum til að heyra í þér.

 

 

Deila þessum póst