Reinarar í skyndihjálp

Það var líflegur dagur á Þekkingarnetinu í dag, rúmlega 20 starfsmenn Trésmiðjunnar Rein mættu hingað til að sitja skyndihjálparnámskeið. Starfsmennirnir komu með glænýtt hjartastuðtæki sem fyrirtækið keypti nýverið til að hafa í starfsaðstöðu sinni og óskuðu eftir kennslu á tækið. Trausti Már Valgeirsson, skyndihjálpakennari, varð að sjálfsögðu við því.

Það er gríðarlega ánægjulegt þegar fyrirtæki gefa sér tíma í að sitja þessi mikilvægu skyndihjálparnámskeið, því það er aldrei að vita hvenær starfsfólk lendir í þeim aðstæðum að þurfa að aðstoða næsta mann í neyð.

Takk fyrir daginn Reinarfólk.

 

IMG_8141 IMG_8140 IMG_8139 IMG_8138 IMG_8137 IMG_8136 IMG_8135 IMG_8134 IMG_8133 IMG_8132 IMG_8130 IMG_8129 IMG_8128

Deila þessum póst