Raufarhafnarbúar tóku vel á móti Hrólfi Jóni Flosasyni, yfirkokki á Fosshótel Húsavík, þegar hann kom að kenna á saltfisknámskeiði á föstudagskvöldið. Ekki spillti heldur fyrir hvað nemendahópurinn var hress og skemmtilegur. Eldaðir voru fjórir gómsætir réttir sem voru hver öðrum betri; rósmarínsaltfiskur, pestósaltfiskur, chilisaltfiskur og beikonsaltfiskur.Virkilega skemmtileg og girnileg kvöldstund á Raufarhöfn sem endaði síðan á einni allsherjar saltfiskveislu.
