Samfélag margbreytileikans

Ingibjörg Benediktsdóttir hjá Þekkingarnetinu og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi Norðurþings fóru saman á námskeið á vegum Fjölmenningarseturs sem haldið var í Reykjavík dagana 2.-3. september. Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. Í Byggðaáætlun 2018-2024 er aðgerð A.13 sem er verkefni sem kallast Nærþjónusta við innflytjendur og eru framkvæmdaaðilar þeirrar áætlunar Fjölmenningarsetur og símenntunarstöðvar en þar segir að útbúi skuli fræðslu og þjálfun sem eflir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga til að veita sérfræðiaðstoð og stuðning í málefnum innflytjenda.

Námskeiðið sem þær Ingibjörg og Sigrún sóttu kallast Fjölbreytnin auðgar Samtal um góða þjónustu í samfélagi margbreytileikans. Þær fengu þjálfun og æfingu í að kenna slíkt námskeið. Ætlunin er að kenna þetta námskeið á komandi vetri hjá Þekkingarnetinu og munu þær stöllur sjá um kennsluna.

Við vonumst til að sveitarfélög og stofnanir sýni áhuga á að senda starfsfólk sitt á námskeiðið.

Deila þessum póst