Samfélagsgróðurhús á Húsavík

Vel heppnaður íbúafundur um samfélagsgróðurhús var haldinn í dag á Fosshótel Húsavík. Fyrir fundinum stóðu Eimur, SSNE og Hraðið en verkefnið snýst um að nýta jarðvarma á svæðinu til að byggja samfélagsgróðurhús á Húsavík. Mikill áhugi var meðal þátttakenda og góðar umræður spunnust um verkefnið þar sem markmiðið er að nýta orkuna á sjálfbæran hátt til matvælaframleiðslu og nýsköpunar á sama tíma og verkefnið skapar skemmtilegt samfélag um ylrækt.

Á myndinni er Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnisstjóri Hraðsins, að kynna möguleika FabLab Húsavík til nýsköpunar í sjálfbærri ylrækt.

Deila þessum póst