Samstarf á landsvísu við símenntunarstarf

Kvasir1Sem stendur situr starfsfólk Þekkingarnetsins á símenntunarsviði á árlegum tveggja daga haustfundi Kvasis, samtaka fræðslumiðstöðva.  Mikið og náið samstarf er milli fræðslumiðstöðva á Íslandi á hinum ýmsu sviðum símenntunarstarfs og framhaldsfræðslu.   Haustfundurinn er haldinn í Varmahlið í Skagafirði, en Óli Halldórsson forstöðumaður fer með formennsku í samtökunum þetta skólaárið.

SAMSUNG

 

Margt fróðlegt kemur í ljós þegar símenntunarstöðvarnar á landinu bera saman bækur sínar.  Eitt af því er sá mikli fjöldi nemenda á landinu sem sækir þjónustu og námsúrræði innan stöðvanna.  Annað er það öfluga netverk sem búið er að mynda á landinu öllu, en þjónustustaðir miðstöðvanna eru 45 á landinu öllu og teygja sig inn í flesta þéttbýliskjarna landsins.

Kvasir - fjöldi nemendaKvasir - kort

Deila þessum póst