Samstarfssamningur Þekkingarnetsins og Nýheima

Samstarfssamningur milli Nýheima þekkingarseturs og Þekkingarnets Þingeyinga var undirritaður í Nýheimum á Höfn í Hornafirði í vikunni. Megin markmið samningsins er að auka samvinnu stofnananna á breiðum grundvelli. Sér í lagi að auka samstarf stofnananna um ýmis verkefni og rannsóknir með áherslu á svæðisbundnar aðstæður og byggðamál.

Samninginn má finna hér á heimasíðu Þekkingarnetsins.

Á myndunum má sjá forstöðumenn stofnananna, Óla Halldórsson og Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur, undirrita samninginn.

Nyheim1    Nyheim2

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X