Samstarfssamningur um rekstur námsvers á Laugum

Þekkingarnetið undirritaði nýverið samstarfssamning við Seiglu-þekkingarsetur á Laugum í Reykjadal. Um er að ræða samstarf um rekstur námsvers og námsþjónustu á Laugum í nýstandsettu húsnæði Seiglu-þekkingarseturs. Seigla er verkefni sem Þingeyjarsveit stofnsetti á síðasta ári og miðar að því að mynda klasa þekkingar- og menningarstarfsemi í húsnæði Seiglu. Í húsinu er nú rekið bókasafn Þingeyjarsveitar og hýst verkefnið Urðarbrunnur ásamt skrifstofuleigu til nokkurra aðila. Þá er í húsinu aðstaða til ýmis konar starfsemi annarrar, t.a.m. listsköpunar og verklegrar kennslu.

Þekkingarnetið rekur námsver með vinnuaðstöðu fyrir fjarnema á sólarhringsvísu í Seiglu ásamt því að hafa innréttað kennslustofu með fjarfundabúnaði og tilheyrandi græjum.  Þekkingarnetið hefur alllengi verið með starfsstöð á Laugum, en með þessari breytingu batnar hún verulega. Það er vonandi að námsfólk á öllum stigum, sem búsett er á Laugum og í nágrenni, nýti sér aðstöðuna og þjónustuna.

Á myndunum má sjá Óla Halldórsson forstöðumann Þekkingarnetsins og Anitu Karin Guttesen verkefnisstjóra Seiglu ganga frá samkomulaginu:

20160812_115345

20160812_115249(0)

Seigla
Húsnæði Seiglu á Laugum í Reykjadal (hægra megin á myndinni)

Deila þessum póst