Síðasti námsvísir vetrarins

Í þessari viku sendum við í prentun síðasta námsvísi vetrarins. Við höfum haft þann háttinn á undanfarin ár að senda frá okkur námsvísi mánaðarlega, þar sem allt námskeiðsframboð hvers mánaðar er auglýst. Námsvísirinn er borin út á öll heimili og fyrirtæki á starfssvæði Þekkingarnetsins. Þessi aðferð hefur að okkar mati skilað mjög góðum árangri.IMG_5288

Frá því í september hefur þátttaka á tómstundanámskeiðum verið ákaflega góð. Við höfum boðið upp á fjölbreytt námskeið í vetur, t.d. iPad námskeið, Crossfit, Zumba, hveitikímnámskeið, konfektgerðarnámskeið, ljósmyndanámskeið, sushi, verkefnastjórnunarnámskeið, jólasmiðjur, sykur-, ger- og glúteinlaus matargerð, vefsmíði fyrir byrjendur, örnámskeið um meðvirkni, sundnámskeið, grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk og margt fleira.

001Eins og í fyrravetur þá hafa fjölsóttustu námskeiðin verið þau er snúa að einhverskonar líkamsrækt og matargerð. Kvenfólk er í miklum meirihluta af þátttakendum á námskeiðunum hjá okkur.

Við erum opin fyrir að kanna möguleika á að halda allskonar námskeið og okkur þætti vænt um að fólk setti sig í samband við okkur á Þekkingarnetinu hafi það hugmyndir af námskeiðum.

 

 

IMG_5142

 

Nam

 

IMG_5359

Deila þessum póst