Móttaka nemenda sem eiga erindi í raunfærnimat
Húsavík Academic Center |
Framhaldsskólarnir í Þingeyjarsýslum |
- Komi nemendur til Þekkingarnets Þingeyinga með raunfærnimat í huga hvort sem um er að ræða í iðngreinum eða inn á starfsbrautir skal þeim beint í réttan farveg. Nemendur sem sækjast eftir raunfærnimati í iðnnámi er vísað til Iðunnar fræðsluseturs, Rafiðnaðarsambandsins eða Símeyjar eftir því sem við á.
- Varðandi raunfærnimat inn á starfsbrautir skal nemendum beint inn í skólana þar sem viðkomandi braut/brautir og komið í samband við rétta aðila innan þeirra.
- Náms- og starfsráðgjafi ÞÞ skal ávallt sjá um skimunarviðtöl fyrir nemendur sem óska eftir raunfærnimati inn á brautir við Framhaldsskólann á Húsavík og Framhaldsskólann á Laugum ef ekki er starfandi menntaður náms- og starfsráðgjafi við skólann.
|
- Komi nemendur í skólana með raunfærnimat í iðngreinum í huga á að vísa þeim á Þekkingarnet Þingeyinga („gáttina“) svo hægt sé að beina þeim í réttan farveg.
- Menntaðir náms- og starfsráðgjafar geta séð um skimunarviðtöl og skráningu á færni eftir að hafa sótt námskeið í þjálfun matsaðila.
- Faggreinakennarar í viðkomandi greinum sjá um matið inn á brautir eftir að hafa hlotið þjálfun í slíku.
- Ef ekki eru til staðar fagreinakennarar sem hlotið hafa þjálfun má leita til kennara sem hlotið hafa þjálfun í öðrum skólum.
- Framhaldsskólarnir auglýsa raunfærnimat í greinum sem þeir ætla að þróa raunfærnimat í.
- Viðurkenning og vottun á einingum er á höndum framhaldsskólanna.
- Upplýsingar um möguleika að loknu raunfærnimati.
|
Ertu búsett(ur) á Norðausturlandi? Er raunfærnimat eitthvað fyrir þig?
Hvernig kemst þú í raunfærnimat?
Svar: Leitaðu fyrst til ráðgjafa Þekkingarnets Þingeyinga
Sími: 464 5105
Tp.: erladogg@hac.is