Kvartanir og erfiðir viðskiptavinir
Fjallað er um mikilvæga þætti til að fást við erfiða og óánægða viðskiptavini. Markmiðið er að læra hagnýt ráð til að stýra samskiptum við erfiða viðskiptarvini. Vera meðvitaður um eigin líðan. Taka ekki inn á sig reiði annarra. Efla öryggi í samskiptum, fagmennsku og liðsheild.
Markmiðasetning
Markmiðasetning er lykilatriði í árangri einstaklinga og fyrirtækja. Kennd er markmiðasetning og hvernig er best að taka fyrstu skrefin í átt að breytingum.
Árangursrík teymisvinna
Hagnýtt námskeið þar sem farið er yfir helstu áskoranir sem starfsfólk stendur frammi fyrir þegar leiða á teymi í átt að árangri. Þátttakendur öðlast innsýn í starf leiðtogans, hvernig er best að skipuleggja teymisvinnu og tryggja framgang og virkni innan teymis með árangursríkum samskiptum.
Framsögn og tjáning
Námskeið í framsögn, ræðumennsku og tali í hljóðnema (ef við á) við leiðsögn.
Sjálfstyrking
Hvað er meðvirkni? Skoðað út frá vinnu og einalífi. Kulnun – stjórnun álags. Mismunandi menningarheimar – samskipti í lífi og starfi.
Mögnum möguleikana
Að hafa áhrif á eigið líf.
Markmið – Styrkleikar – Kraftur – Stjórn
– Hvernig stjórnandi er ég í eigin lífi?
– Hvernig nýti ég styrkleika mína?
– Er eitthvað vit í markmiðum?
– Hvað vil ég og hvað skiptir mig máli?
Viltu hvatningu, jákvæðni og kraft til að verða enn magnaðri þú?
Möguleikarnir eru innan seilingar – náðu í þá !!
Námskeiðið hefur fengið afar góðar viðtökur og á síðasta ári sóttu það um 200 manns.
Meðal þess sem farið verður í er mikilvægi hugarfars, sjálfsmyndar og markmiðasetningar og áhrif þeirra þátta á andlega velliðan sem er lykillin að vexti og árangri .
Einnig skoðað eitt og annað sem tengist streitu og kulnun og stendur í vegi fyrir því að við náum þeim árangri og líðan sem við sækjumst eftir.
Námskeiðið er 3 klukkustundir og er sambland af fyrirlestri, verkefnavinnu og umræðum.
Grunnfærni í upplýsingatækni
Hagnýtt námskeið fyrir starfsmenn sem vilja að efla almenna tölvufærni eða tileikna sér nýja þekkingu varðandi tiltekin forrit eða gagnagrunna. Kennt á íslensku eða ensku.
Er gaman í vinnunni?
Nýlegar rannsóknir sýna að Íslandingar vinna lengsta vinnuviku allra þjóða í Evrópu. Við verjum stærsta hluta dagsins eða u.þ.b. 75% af vökutíma okkar í vinnunni og því er mikilvægt að hafa gaman af vinnunni. Viðhorf okkar gagnvart vinnunni og að sjá hlutina í jákvæðu ljósi og nota gott skopskyn skiptir hér öllu máli. Rannsókn ráðgjafans Leslie Gibson sem birtist í tímaritinu Florida Trend árið 1992 sýndi að leikskólabörn brosa að meðaltali 400 sinnum á dag á meðan fullorðnir brosa aðeins 15-16 sinnum á dag. Rannsókn við háskólann í Michigan sýndi að fólk með gott skopskyn er hugmyndaríkara, í betra tilfinningalegu jafnvægi, raunsærra og með meira sjálfstraust. Húmorinn hefur auk þess jákvæð áhrif á samskiptin við annað fólk. Og þetta er merkileg keðjuverkun vegna þess að þegar við erum glöð þá brosum við og þegar við brosum þá verðum við glöð. Til að skapa líflegri og skemmtilegri vinnustað þarf ekkert nema smá hugmyndaflug og framtakssemi.
Um er að ræða vinnustofu þar sem þátttakendur reyna að finna leiðir til að gera vinnuna skemmtilegri. Byggt er m.a. á bókinni Fish! A Remarkable Way to Boost Morale and Improve Results, sem kom út árið 1995.
Lengd:
4 klukkustundir.