
Sjávarréttanámskeið á Raufarhöfn
Síðastliðinn föstudag kom skemmtilegt fólk saman á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn og kynnti sér ýmsar eldunaraðferðir á sjávarfangi undir leiðsögn listakokksins Gústavs Axels Gunnlaugssonar á Sjávargrillinu. Námskeiðið er partur af verkefni sem Þekkingarnetið er að vinna á Raufarhöfn og er styrkt af AVS sjóðnum. Ýmsar eldunaraðferðir voru prófaðar; djúpsteiktur steinbítur, pönnusteiktur karfi og saltfiskur, heitreiktur silungur, grafinn silungur, rækjusalat og sushi með laxi, túnfiski og djúpsteiktum linskeljakröbbum alla leið austur úr Asíuhreppi að ótöldu margvíslegu meðlæti. En eitt áttu allir þessir ólíku réttir sameiginlegt – að bragðast dásamlega!