Skelltu þér á námskeið í mars!

Nú er mars námsvísir Þekkingarnetsins að rúlla í gegnum prentstofuna og því örfáir dagar þangað til hann smýgur inn um bréfalúgur allra heimila og fyrirtækja á starfssvæði okkar.

IMG_4594
Þessi mynd var tekin í lok námskeiðs sem Yesmine hélt á Húsavík árið 2013. Þetta var alvöru veisla!

Það er óhætt að segja að námskeiðsúrvalið í mars sé með allra besta móti. Við ákváðum að taka inn sleggju að sunnan og bjóðum upp á námskeið í Indverskum réttum með Yesmine Olsson. Á námskeiðinu mun Yesmine sýna galdurinn við að reiða fram einstaklega bragðgóða indverska rétti. Farið verður í gegnum helstu kryddin og grunnmatreiðsluaðferðum. Námskeiðinu lýkur svo með 10 rétta veislu! Þetta verður í annað skiptið sem Yesmine heldur námskeið hjá okkur, en síðast þegar hún kom árið 2013, komust færri að en vildu – það er því bara eitt í stöðunni: Skráðu þig strax!

En við erum auðvitað ekki bara að bjóða upp á matreiðslunámskeið. Önnur námskeið sem verða í boði hjá okkur í mars eru t.d. Hamingjan og lífið með Önnu Lóu Pálsdóttur, Skapandi ljósmyndun með Daníel Starrasyni, Skíðagögnunámskeið með Ásdísi Sigurðardóttur og Enskunámskeið með Halldóru Sigríði Ágústsdóttur. Sem sagt eitthvað fyrir alla.

Skráningar eru hafnar, hika er það sama og tapa!

Deila þessum póst