Skrifstofuskólinn verður kenndur nú á haustönn. Stefnt er að því að byrja í október, eða um leið og næg þátttaka næst. Kennsla fer að mestu leyti fram í fjarnámi, en þó verða einhverjar staðlotur á námstímanum. Þetta kennslufyrirkomulag veitir nemendum aukinn sveigjanleika til að stunda nám óháð tíma og rúmi. Fyrirlestrar, verkefni og námsefni verður gert aðgengilegt á kennslukerfi. Þessi námsleið hentar því mjög vel samhliða vinnu eða öðrum verkefnum.
Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir á að starfa á skrifstofu. Tilgangur Skrifstofuskólans er að auka hæfni námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf.
Markmið eru að námsmaður:
- efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu
- auki færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu
- auki þjónustufærni sína
- nái valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf
- auki námsfærni sína
Helstu námsþættir eru:
- Færnimappa
- markmiðasetning
- námstækni
- samskipti og þjónusta
- tölvu- og upplýsingatækni
- verslunarreikningur
- bókhald og tölvubókhald
Námskrána er hægt að opna here
Verð 54.000 (með fullri niðurgreiðslu stéttarf er verðið 13.500)
Allar frekari upplýsingar fást í síma 464-5100. Skráning er hafin.