Skyndihjálparnámskeið

Á undanförnum vikum hefur Þekkingarnet Þingeyinga, í samstarfi við Framsýn stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Rauða krossinn, boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Alls voru haldin þrjú námskeið; á Kópaskeri, Laugum og Þórshöfn. Þátttaka á námskeiðunum var mjög góð, en rétt um 40 manns luku námskeiðunum.

Um var að ræða 4 klst. námskeið sem ætluð eru öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar buðu sínum félagsmönnum á námskeiðin þeim að kostnaðarlausu. Sami háttur var á hér á Húsavík s.l. vor, en þá bauð Framsýn félagsmönnum sínum búsettum á Húsavík á samskonar námskeið og voru rúmlega 40 einstaklingar sem nýttu sér það.

Við á Þekkingarnetinu vonum að þetta samstarf sé komið til að vera og að við getum boðið upp á fleiri slík námskeið í framtíðinni. Reynslan hingað til hefur a.m.k. verið mjög góð og því ekkert til fyrirstöðu að halda þessu áfram.

Hér má sjá nokkrar myndir frá námskeiðinu sem haldið var á Þórshöfn.
002 004 006 007

Deila þessum póst